Chelsea horfir til Þýskalands

Julian Nagelsmann er á óskalista Chelsea.
Julian Nagelsmann er á óskalista Chelsea. AFP

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea horfa til Þýskalands í leik að næsta knattspyrnustjóra liðsins.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Frank Lampard, núverandi stjóri Chelsea, þykir afar valtur í sessi þessa dagana.

Gengi Chelsea í undanförnum leikjum hefur verið langt undir væntingum en liðið er í áttunda sæti deildarinnar með 29 stig, 9 stigum minna en topplið Leicester.

Í síðustu átta deildarleikjum sínum hefur Chelsea aðeins unnið tvo þeirra og fimm þeirra hefur liðið tapað.

The Athletic greinir frá því að þeir Thomas Thuchel, Julien Nagelsmann og Ralf Rangnick allir á blaði hjá félaginu.

Tuchel er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá PSG á dögunum en Nagelsmann stýrir liðið RB Leipzig í dag og Rangnick er án félags.

mbl.is