City á toppinn í fyrsta sinn á tímabilinu

Jack Grealish og Raheem Sterling eigast við á Etihad-vellinum í …
Jack Grealish og Raheem Sterling eigast við á Etihad-vellinum í Manchester. AFP

Manchester City er komið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í fyrsta sinn á tímabilinu eftir sigur gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld.

Leiknum lauk með 2:0-sigri City sem voru sterkari aðilinn allan leikinn.

Bernardo Silva kom City yfir á 79. mínútu þegar Emiliano átti slæma sendingu frá marki. Ilkay Gündogan skallaði boltann í átt að varnarmönnum Aston Villa sem voru lengi að losa sig við hann.

Rodri vann boltann af Tyrone Mings, sendi Bernardo Silva í gegn, og Portúgal átti hnitmiðað skot í fjærhornið rétt utan teigs.

Það var svo Ilkay Gündogan sem innsiglaði sigur City með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að skalli Gabriel Jesus, sem var á leið í netið, fór í hönd Matty Cash innan teigs.

Manchester City er með 38 stig í topp sæti deildarinnar og á leik til góða á Leicester sem er með 38 stig í öðru sætinu.

Aston Villa er hins vegar í ellefta sætinu með 26 stig en liðið hefur leikið sextán leiki.

Man. City 2:0 Aston Villa opna loka
90. mín. Ilkay Gündogan (Man. City) skorar úr víti 2:0 - CITY SKORAR! Gündogan öryggið uppmálað og skorar í mitt markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert