Sóknarmaður Liverpool til Þýskalands?

Divock Origi hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool …
Divock Origi hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool undanfarin tímabil. AFP

Þýska knattspyrnufélagið RB Leipzig hefur mikinn áhuga á Divock Origi, sóknarmanni Englandsmeistara Liverpool.

Það er þýski miðillinn Bild sem greinir frá þessu en RB Leipzig leitar nú að framherja til þess að styrkja sóknarleikinn hjá sér.

Origi hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool, undanfarin ár, en hann er einungis 25 ára gamall og gekk til liðs við félagið frá Lille árið 2014.

Sóknarmaðurinn þekkir vel til í Þýskalandi eftir að hafa leikið með Wolfsburg tímabilið 2017-18 en hann á að baki 150 leiki fyrir Liverpool þar sem hann hefur skorað 35 mörk.

Þá hafa þeir Kasper Dolberg, Nice, og Kelechi Iheanacho, Leicester, einnig verið orðaðir við RB Leipzig að undanförnu.

mbl.is