Staðfestir að hann sé smitaður

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. AFP

Sergio Agüero, argentínski knattspyrnumaðurinn sem leikur með Manchester City, hefur staðfest að hann sé með kórónuveiruna.

„Eftir að hafa verið nálægt smituðum einstaklingi hef ég verið í sjálfskipaðri sóttkví, og í síðustu skimun sem ég fór í greindist ég með kórónuveiruna. Ég hef fengið nokkur einkenni og fylgt leiðbeiningum læknisins. Gætið ykkar öllsömul," skrifaði Agüero á Twitter.

Agüero hefur auk þess glímt við meiðsli í vetur og aðeins náð að spila fimm leiki með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

mbl.is