Fékk eins leiks bann fyrir munnsöfnuðinn

Jonathan Moss dómari rekur Dean Smith upp í stúku í …
Jonathan Moss dómari rekur Dean Smith upp í stúku í leiknum á Etihad-leikvanginum. AFP

Dean Smith knattspyrnustjóri Aston Villa hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann og þarf að greiða átta þúsund pund í sekt.

Þetta er vegna framkomu hans í leik liðsins við Manchester City á miðvikudagskvöldið en Smith var þá rekinn upp í stúku eftir að hafa mótmælt harkalega fyrra marki City í leiknum sem endaði 2:0 fyrir Manchesterliðið.

Smith verður því ekki á bekknum hjá Villa í eina leik úrvalsdeildarinnar um helgina þegar lið hans fær Newcastle í heimsókn annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert