Mörkin: Þrumufleygur Traoré

Bertrand Traoré skoraði glæsilegt mark þegar Aston Villa vann Newcastle United með tveimur mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ollie Watkins skoraði fyrsta marks leiksins með skalla þegar hann nýtti sér misheppnaða hreinsun Fabian Schär.

Traoré jók svo forystu Villa-manna með glæsilegu skoti í slána og inn.

Í spilaranum hér að ofan má sjá mörkin og allt það helsta úr leiknum. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport.

mbl.is