Jóhann Berg byrjar í úrvalsdeildarslag

Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley gegn West Ham …
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley gegn West Ham United í síðustu viku. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley, sem heimsækir Fulham á Craven Cottage-völlinn í Lundúnum í ensku bikarkeppninni í dag. Leikurinn, sem er einn af aðeins þremur úrvalsdeildarslögum í fjórðu umferð bikarkeppninnar, hefst klukkan 14:30.

Jóhann Berg fær þar með kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna, en hann hefur glímt við þrálát meiðsli stóran hluta þessa tímabils og megnið af síðasta tímabili.

Þetta er þriðji leikurinn sem Jóhann Berg byrjar á tímabilinu.

mbl.is