Tottenham skoraði þrjú á lokamínútunum

Tottenham þurfti að taka á honum stóra sínum gegn B-deildarliði …
Tottenham þurfti að taka á honum stóra sínum gegn B-deildarliði Wycombe Wanderers. AFP

Tanguy Ndombele skoraði tvívegis fyrir Tottenham þegar liðið vann 4:1-sigur gegn B-deildarliðið Wycombe Wanderers í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

Fred Onyedinma kom Wycombe Wanderers yfir á 25. mínútu en Gareth Bale jafnaði metin fyrir Tottenham undir lok fyrri hálfleiks.

Harry Winks kom Tottenham yfir á 86. mínútu áður en Ndombele bætti við tveimur mörkum til viðbótar á lokamínútunum og þar við sat.

Tottenham mætir Everton á Goodison Park í sextán liða úrslitum keppninnar.

mbl.is