Fyrirliðinn fjarverandi af fjölskylduástæðum

Pierre-Emerick Aubameyang spilar ekki í kvöld.
Pierre-Emerick Aubameyang spilar ekki í kvöld. AFP

Arsenal verður án fyrirliðans í kvöld þegar liðið sækir Southampton heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Pierre-Emerick Aubameyang verður ekki með liðinu af fjölskylduástæðum, að því er greint er frá á heimasíðu Arsenal í dag.

Þá eru Dani Ceballos, Pablo Mari og Kieran Tierney allir fjarverandi vegna meiðsla.

Southampton vann Arsenal 1:0 í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar á laugardaginn og liðin mætast nú á sama stað aðeins rúmlega þremur sólarhringum síðar.

Leikurinn hefst kl. 20.15 í kvöld og er sýndur á Símanum Sport eins og aðrir leikir í deildinni. Í kvöld lelika einnig Crystal Palace - West Ham, Newcastle - Leeds og WBA - Manchester City.

mbl.is