Gerðum allt rétt nema ná í úrslit

Mikel Arteta er fullur sjálfstrausts þessa dagana.
Mikel Arteta er fullur sjálfstrausts þessa dagana. AFP

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er ánægður með sjálfstraustið í liðinu þessa dagana en Arsenal vann 3:1-sigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á St. Mary's í kvöld.

Southampton komst yfir strax á 3. mínútu en Arsenal kom til baka með mörkum frá þeim Nicolas Pépé, Bukayo Saka og Alexandre Lacazette.

„Við vorum öruggir á boltanum og mér fannst sigurinn sannfærandi gegn liði sem er virkilega erfitt að spila á móti,“ sagði Arteta í samtali við BBC Sport.

„Við héldum boltanum vel og hleyptum þeim aldrei inn í leikinn. Við lentum undir en komum strax til baka og ég er virkilega ánægður með þá staðreynd.

Þegar þú vinnur fótboltaleiki þá öðlastu sjálfstraust og við vorum að gera allt rétt nema ná í úrslit. Það þarf hins vegar margt að koma saman og við erum á réttri leið,“ bætti Arteta við.

mbl.is