Samkeppni um Lingard

Jesse Lingard á erfitt uppdráttar hjá Manchester United.
Jesse Lingard á erfitt uppdráttar hjá Manchester United. AFP

Tvö ensk úrvalsdeildarfélög vilja fá Jesse Lingard, miðjumann Manchester United, lánaðan en hann hefur engin tækifæri fengið með liði sínu í vetur.

West Ham hefur undanfarna daga þótt mjög líklegt til að fá Lingard lánaðan út þetta keppnistímabil en nú hefur WBA einnig falast eftir honum þar sem Sam Allardyce sér að Lingard gæti orðið lykilmaður í að forða liðinu frá falli.

Lingard er 28 ára gamall og hefur verið í röðum Manchester United frá átta ára aldri. Hann hefur leikið 133 úrvalsdeildarleiki með liðinu og spilað 24 landsleiki fyrir England en ekki komið við sögu í einum einasta leik í úrvalsdeildinni eða Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili en tekið þátt í þremur bikarleikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert