Sýnir hörkuna í knattspyrnunni

Jose Mourinho.
Jose Mourinho. AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var í gærkvöld spurður hvað honum þætti um þá ákvörðun stjórnarmanna Chelsea að segja Frank Lampard um störfum sem knattspyrnustjóra félagsins. 

Mourinho stýrði sjálfur Chelsea með góðum árangri og var Lampard þá lykilmaður í liðinu. 

„Ég er alltaf hryggur þegar kollegum mínum er sagt upp störfum. En Frank er ekki bara kollegi heldur maður sem komið hefur mikið við sögu á mínum ferli og mér þykir þetta leiðinlegt. Þetta sýnir hörkuna í knattspyrnunni, sérstaklega eins og hún er núorðið. Þegar þú ræður þig til starfa sem knattspyrnustjóri, þá geturðu gert ráð fyrir að þetta muni henda þig fyrr eða síðar,“ sagði Mourinho eftir bikarleikinn í gærkvöld. 

mbl.is