Arsenal staðfestir komu Norðmannsins

Martin Ødegaard er kominn til Arsenal.
Martin Ødegaard er kominn til Arsenal. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal staðfesti rétt í þessu að gengið hefði verið frá samningum um að norski landsliðsmaðurinn Martin Ødegaard myndi leika með liðinu út þetta tímabil í láni frá Real Madrid.

Ødegaard er 22 ára miðjumaður sem Real Madrid keypti sextán ára gamlan af Strømsgodset. Hann hefur aðeins leikið átta mótsleiki fyrir spænska stórveldið en verið í láni hjá Heerenveen og Vitesse í Hollandi og Real Sociedad á Spáni og á þegar um 100 deildaleiki að baki með þessum liðum. 

Þá hefur Ødegaard leikið 25 landsleiki fyrir Noreg. Talið er að það kosti Arsenal um 2,5 milljónir punda að fá hann lánaðan, félagið greiði Real Madrid 1,8 milljón fyrir lánið og borgi Norðmanninum laun út lánstímann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert