Mörkin: Dýrkeypt mistök Pickfords

Jordan Pickford, markvörður Everton, fór illa að ráði sínu þegar lið hans gerði jafntefli við Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eftir að Everton hafði komist yfir í fyrri hálfleik með glæsimarki James Rodríguez jafnaði Youri Tielemans metin í þeim síðari, þegar Pickford varði sakleysislegt skot Belgans í markið.

Bæði mörkin og allt það helsta úr leiknum má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.

mbl.is