Dawson við Tómas: Liverpool alltaf líklegir til þess að skora

Michael Dawson, fyrrverandi leikmaður Tottenham, segir að Tottenham þurfi að nýta sér veikleika Liverpool í kvöld.

Liðin eigast nú við á Tottenham Hotspur-vellinum í London og er staðan markalaus eftir fyrstu fimmtán mínútur leiksins.

Dawson ræddi við þá Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra Síminn Sport, og Bjarna Þór Viðarsson fyrir leikinn sem er í beinni textalýsingu á mbl.is.

„Tottenham mun reyna refsa Liverpool með skyndisóknum,“ sagði Dawson í samtali við Símann Sport.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir Tottenham til þess að leggja Liverpool að velli þar sem liðið er án sinna tveggja bestu miðvarða.

Tottenham hefur ekki tekist að drepa þá leiki sem þeir spila og það gæti orðið lykilatriði fyrir þá í kvöld gegn jafn góðu liði og Liverpool,“ bætti Dawson við.

Þá ræddi hann einnig gengi Liverpool á leiktíðinni sem hefur gengið illa að skora.

„Liverpool hefur ekki skorað í einhverjum leikjum en þeir eru samt með lið sem getur alltaf skorað mörk.

Þeir áttu að skora gegn Burnley og Southampton sem dæmi en gerðu það ekki og var refsað.

Þetta er lið sem skoraði sjö mörk gegn Crystal Palace og þeir kunn að skora,“ bætti Dawson við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert