Eiður: Skuggi yfir félaginu sem ég elska

„Við vitum alveg hvaða pressa fylgir því að vera stjóri Chelsea,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Tómas Þór Þórðarson á Vellinum á Símanum Sport og var þar að ræða um brottrekstur Franks Lampards úr knattspyrnustjórastöðu Chelsea.

„En af því að þetta er hann, stærsta goðsögnin hjá Chelsea, þá kom þetta mér á óvart. Að þetta skyldi gerast svona snemma,“ bætti Eiður við en hann og Lampard voru auðvitað samherjar hjá Chelsea á sínum tíma. Eiður var þó óánægður með hvernig staðið var að málunum á Stamford Bridge.„Það setur smá skugga yfir félag sem ég elska að hann fékk fréttirnar á sama tíma og við, það var nánast búið að reka hann áður en hann mætti á Stamford Bridge.“

Umræðurnar um Chelsea og Frank Lampard má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert