Gylfi: Vantar eitthvað í Manchester United

„Það eru ekkert hræðileg úrslit að fara á Emirates og taka eitt stig,“ sagði Gylfi Einarsson um 1:1-jafntefli Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

„En eftir þetta tap á móti Sheffield United þá hefði maður búist við að United-menn myndu mæta dýrvitlausir til leiks, en þeir voru eiginlega bara ragir,“ bætti Gylfi við og átti þar við frammistöðu United í leiknum en hann var að ræða við þá Tómas Þór Þórðarson og Eið Smára Guðjohnsen í þættinum Vellinum á Símanum Sport. Umræðurnar allar má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert