Völlurinn: Ótímabærar skiptingar Klopp

Í stöðunni 1:1 í leik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag skipti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tveimur miðjumönnum af velli.

Sparkspekingarnir Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu þessar skiptingar við Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra enska boltans á Símanum Sport, í Vellinum að leik loknum.

Bjarni Þór og Margrét Lára voru sammála því að um ótímabærar skiptingar væri að ræða hjá Klopp á mikilvægum tímapunkti í leiknum. Skiptingarnar hafi sett leik Liverpool úr jafnvægi.

Umræðuna í Vellinum um skiptingar Klopp má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert