Margrét Lára um Arsenal: Sjálfstraustið lítið

Arsenal átti tíu marktilraunir gegn Aston Villa þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Birmingham um síðustu helgi.

Þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að skora og lauk leiknum með 1:0-sigri Aston Villa.

Arsenal byrjaði tímabilið skelfilega og var í og við fallsæti í byrjun desember en þá komst liðið á flug, var ósigrað í sjö deildarleikjum og vann fimm þeirra.

Liðið hefur hins vegar tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og er komið niður í ellefta sæti deildarinnar.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans, ræddi gengi liðsins í Vellinum á Síminn Sport við sérfræðinga sína þá Bjarna Þór Viðarsson og Margréti Láru Viðarsdóttur.

„Aston Villa er 30% með boltann sem er ekki neitt en það skiptir bara engu máli þegar þú vinnur leikinn,“ sagði Margrét Lára.

„Þeir [Arsenal] eiga einhverjar marktilraunir en þeir eiga þrjú skot á rammann. Þú skorar ekki nema þú hittir á markið.

Maður sér það líka að sjálfstraustið er lítið og það er einhvern veginn ekkert að falla með þeim,“ bætti Margrét Lára við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert