Jóhann Berg kom Burnley yfir (myndskeið)

Jóhann Berg Guðmundsson kom Burnley á bragðið í leik liðsins gegn Crystal Palace á Selhurst Park í Lundúnum.

Leikurinn stendur nú yfir og er Burnley nú þegar búið að bæta við öðru marki og er þar með komið í 2:0 forystu.

Mark Jóhanns Bergs kom á fimmtu mínútu leiksins þegar fyrirgjöf barst frá Erik Pieters, boltinn datt niður til Jóhanns Bergs sem lagði hann fyrir sig og kláraði laglega í fjærhornið.

Þetta er annað mark Jóhanns Bergs í ensku úrvalsdeildinni í röð, en hann jafnaði metin um síðustu helgi í 1:1 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion.

Mark Jóhanns Bergs má sjá í spilaranum hér að ofan.

Hægt er að horfa á leik Crystal Palace og Burnley á sérvef enska boltans á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert