Zabaleta: Ekkert lið getur stöðvað City

„Það er unun að horfa á þá,“ voru viðbrögð Pablo Zabaleta, fyrrverandi leikmanns Manchester City, eftir að hafa horft á gömlu félaga sína vinna sannfærandi 3:0-sigur gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

„City liðið er fullt af sjálfstrausti, leikmennirnir leggja hart að sér og reyna alltaf að skora, jafnvel þegar þeir eru tveimur, þremur mörkum yfir. Ekkert lið getur stöðvað þá að mínu mati,“ bætti Zabaleta við en hann var að ræða við þá Tómas Þór Þórðarson og Gylfa Einarsson en viðtalið við hann má horfa á í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert