Eiður: Enginn jafn einmana á Valentínusardaginn

Manchester United fór illa að ráði sínu þegar liðið heim­sótti West Bromwich Al­bi­on í ensku úr­vals­deild­inni í dag. Heimamenn tóku forystuna strax á annarri mínútu þegar Mbaye Diagne skallaði boltann í netið en mikið hefur þó verið rætt um hvort markið hafi átt að standa.

„Það hefði hæglega verið hægt að dæma brot, tala nú ekki um ef það er kíkt á þetta í varsjánni,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen við þá Tómas Þór Þórðarson og Gylfa Einarsson í Vellinum á Símanum Sport í kvöld. „Hann grípur bara um andlitið á honum, það er ekki skrítið að hann hafi ekki getað skallað boltann í burtu,“ bætti Eiður við og ræddi svo aðeins erfiðleika United í sóknarleiknum.

„Það á enginn að vera jafn einmana á Valentínusardaginn og Edison Cavani var í þessum leik, hann hljóp og hljóp en kom ekki við boltann,“ sagði Eiður sem gagnrýndi samherja Úrúgvæjans sem komu ekki boltanum á framherjann naska. Umræðurnar skemmtilegu má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is