Gylfi: Barnaleg spilamennska Leeds

„Þetta er barnaleg spilamennska hjá Leeds, að setja svona mikla pressu á markmanninn sinn sem er tvítugur strákur,“ sagði Gylfi Einarsson um sína gömlu félaga sem töpuðu 4:2-gegn Arsenal á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Illan Meslier átti erfiðan leik í marki Leeds, gaf Arsenal eina vítaspyrnu og hefði mátt gera betur í öðru marki. Þá var Pierre-Emerick Aubameyang frábær í liði Arsenal en fyrirliðinn skoraði þrennu. Gylfi ræddi leikinn við þá Tómas Þór Þórðarson og Eið Smára Guðjohnsen á Símanum Sport í kvöld en klippu úr þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert