Hvað er að Thiago? (myndskeið)

Tómas Þór Þórðarson ræddi við þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Einarsson í Vellinum á Símanum Sport um erfitt gengi Liverpool undanfarið og eiga þeir félagar erfitt með að skilja hvers vegna Thiago hefur ekki átt betri innkomu í lið Englandsmeistaranna.

„Eins góður og Thiago er í fótbolta, það er æðislegt að horfa á hann með boltann. En hann er glataður varnarmaður,“ sagði Eiður Smári og átti við Spánverjann sem varð Evrópumeistari með Bayern München á síðustu leiktíð.

„Hann varð Evrópumeistari á síðustu leiktíð hjá Bayern, þar sem þú þarft að hlaupa mikið. Maður verður ekki slæmur leikmaður á nokkrum mánuðum, eigum við ekki að gefa honum smá tíma?“ bætti Gylfi við en umræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is