Ógnandi tilburðir dómara í garð leikmanns (myndskeið)

Darren Drysdale knattspyrnudómari í viðskiptum sínum við leikmanninn Alan Judge …
Darren Drysdale knattspyrnudómari í viðskiptum sínum við leikmanninn Alan Judge í gærkvöldi.

Knattspyrnudómarinn Darren Drysdale gæti verið í vandræðum eftir að hafa viðhaft ógnandi tilburði í garð leikmanns þegar hann dæmdi leik Ipswich Town gegn Northampton Town í ensku C-deildinni í gærkvöldi.

Drysdale setti höfuð sitt upp við höfuð Alan Judge, leikmanns Ipswich, eftir að Judge féll við í teignum og mótmælti því að hafa ekki fengið dæmda vítaspyrnu.

Drysdale gaf Judge svo gult spjald fyrir leikaraskap eftir að Lloyd Jones, leikmaður Northampton, hafði dregið dómarann í burtu. Judge brást við með því að láta fáein vel valin orð falla.

Myndskeið af þessu ótrúlega atviki má sjá hér:

mbl.is