„Mamma heldur með Liverpool og pabbi með Everton“ (myndskeið)

Stephen Warnock, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir borgarslaginn milli liðsins og Everton vera ansi sérstæðan.

Ástæðuna fyrir því segir hann vera þá að gífurlegur fjöldi fjölskyldna í borginni séu samansettar stuðningsmönnum beggja liða.

Fjölskylda hans sé ein slík. „Í svo mörgum fjölskyldum, eins og minni til dæmis, skiptist hún upp. Mamma mín heldur með Liverpool, pabbi heldur með Everton, bróðir minn gerir það líka og ég held með Liverpool. Það er ansi sérstætt innan borgarinnar,“ segir Warnock.

Í spilaranum hér að ofan ræðir Warnock borgarslaginn nánar og hvernig hans upplifun er og hefur verið af slagnum, en Warnock spilaði sjálfur í þremur slíkum á ferli sínum hjá Liverpool.

Liverpool tekur á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun kl. 17.30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun kl. 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert