City á allt öðrum stað en Arsenal (myndskeið)

Arsenal og Manchester City eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Emirates-vellinum í London á morgun klukkan 16:30. Ian Wright, sem lék lengi með Arsenal, óttast að City sé of sterkt fyrir hans gamla lið. 

City hefur verið á gríðarlegri siglingu og unnið sautján leiki í röð í öllum keppnum. Liðið er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og virkar óstöðvandi. 

Viðtal við Wright um leikinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is