Gylfi innsiglaði sigurinn í Liverpool-slagnum

Gylfi fagnar marki sínu í kvöld.
Gylfi fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Everton vann sinn fyrsta sigur á erkifjendum sínum í Liverpool á Anfield í tæp 22 ár er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölurnar 2:0 og skoraði Gylfi Þór Sigurðsson annað mark Everton úr víti. 

Everton byrjaði með miklum látum og Richarlison skoraði fyrsta markið strax á 3. mínútu er hann slapp inn fyrir vörn Liverpool og kláraði framhjá Alisson. Liverpool var mun sterkari aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Jordan Pickford varði nokkrum sinnum glæsilega. 

Hinum megin fékk Seámus Coleman gott færi til að tvöfalda forskotið en þá varði Alisson virkilega vel. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik hins vegar. 

Liverpool sótti án afláts stærstan hluta seinni hálfleiks en Pickford var í miklu stuði og varði allt sem á markið kom. 

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á varamannabekk Everton en kom inn á fyrir André Gomes á 59. mínútu. Innkoma Gylfa hafði góð áhrif á Everton því á 83. mínútu náði Dominic Calvert-Lewin í vítaspyrnu. Gylfi fór á punktinn, skoraði af öryggi og innsiglaði sigur bláa liðsins í Bítlaborginni. 

Bæði lið eru með 40 stig í 6. og 7. sæti. Everton hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld, en Liverpool hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð. 

Gylfi Þór Sigurðsson skorar annað mark Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson skorar annað mark Everton. AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Liverpool 0:2 Everton opna loka
90. mín. Georginio Wijnaldum (Liverpool) á skot sem er varið Fast skot utan teigs en Pickford er snöggur að hugsa og slær boltann yfir. Flott varsla.
mbl.is