Fyrirliðinn frá í mánuð

Jack Grealish verður frá í nokkrar vikur.
Jack Grealish verður frá í nokkrar vikur. AFP

Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, verður frá í um það bil mánuð vegna meiðsla en Dean Smith, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti þetta við BBC eftir 2:1-tapið gegn Leicester fyrr í dag.

Grealish, 25 ára, hefur ekki misst af deildarleik hjá Villa í 15 mánuði og verið lykilmaður í liðinu í vetur. Aston Villa er í 8. sæti úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 23 leiki.

mbl.is