Ósáttur við enska landsliðsmanninn

Callum Hudson-Odoi átti ekki góðan dag.
Callum Hudson-Odoi átti ekki góðan dag. AFP

Enski landsliðsmaðurinn Callum Hudson-Odoi átti ekki góða innkomu í lið Chelsea í 1:1-jafnteflinu gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Hudson-Odoi kom inn á fyrir Tammy Abraham í hálfleik en var tekinn af velli í seinni hálfleik. Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Chelsea segir að um taktíska ákvörðun hafi verið að ræða.

„Hann var ekki meiddur. Ég var ekki sáttur við hugarfarið hans, orku og pressu. Þú verður að pressa til að skapa færi í svona lokuðum leik, en mér fannst Callum ekki gera það í dag. Mér fannst hann aldrei ná sér á strik,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert