Þjálfarar Manchester United í sóttkví

Ole Gunnar Solskjær verður ekki með alla sína aðstoðarmenn á …
Ole Gunnar Solskjær verður ekki með alla sína aðstoðarmenn á hliðarlínunni í kvöld. AFP

Nokkrir úr þjálfarateymi Manchester United eru í sóttkví og verða ekki á hliðarlínunni er liðið mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Nicky Butt, sem er yfirmaður unglingaakademíu félagsins, og Mark Dempsey, sem einnig starfar aðallega með yngri liðunum, verða á hliðarlínunni í kvöld til að aðstoða knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær. Þeir þjálfarar sem eru í sóttkví hafa ekki verið nafngreindir en í yfirlýsingu frá félaginu segir að engin hætta sé á að aðrir hafi smitast, hvorki þjálfarar né leikmenn.

Ekki liggur fyrir hvort umræddir aðilar séu smitaðir af kórónuveirunni en grunur um smit kom eftir að starfshópurinn ferðaðist aftur til Manchester eftir að United mætti Real Sociedad í Torino á Ítalíu í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert