Mörkin: Hugguleg mörk hjá Crystal Palace

Leikmenn Crystal Palace nýttu marktækifærin mun betur en leikmenn Brighton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Crystal Palace vann 2:1 en liðið átti þrjú markskot í leiknum en Brighton tuttugu og fimm. 

Bæði mörkin hjá Palace voru hugguleg. Jean-Phil­ippe Mateta skoraði fyrra markið með hælspyrnu á 28. mín­útu eftir fyrirgjöf frá Jordan Ayew. Joel Veltman jafnaði fyrir Brighton með skoti úr teignum á 55. mínútu. 

Belg­inn Christian Benteke skoraði sig­ur­markið í upp­bót­ar­tím­an­um. Andros Town­send gaf fyr­ir frá vinstri og Benteke tók bolt­ann á lofti og náði að stýra hon­um í vinstra hornið. 

Leikur Brigton og Crystal Palace var í beinni útsendingu á Símanum Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert