Að gera sjálfum sér þetta ár eftir ár

Það gengur ekkert upp hjá Englandsmeisturum Liverpool þessa dagana.
Það gengur ekkert upp hjá Englandsmeisturum Liverpool þessa dagana. AFP

Af hverju gerir maður sjálfum sér það, ár eftir ár, að bera taugar til liðs í ensku úrvalsdeildinni? Ég hef haldið með Liverpool frá því ég man eftir mér og það er vissulega erfiðara í dag en oft áður. Kannski er maður of góðu vanur eftir almennt dekur frá lærisveinum Jürgens Klopps undanfarin þrjú tímabil.

Maður hefur svo sannarlega gengið í gegnum hæðir og lægðir sem stuðningsmaður Liverpool en í minningunni hefur liðið þó alltaf átt einhvers konar draumaleiki inn á milli sem hafa gefið manni veika von og rifið mann upp úr sófanum.

Samfélagsmiðlar eru í aðalhlutverki hjá knattspyrnufélögum í dag og hjá Liverpool FC er það ekkert öðruvísi. Þar á bæ byrja menn að hita upp fyrir leiki vikunnar þremur til tveimur dögum fyrir leikdag. Þar spila menn myndbandsklippur af fræknum sigrum, stórkostlegum markvörslum og varnarleik, og auðvitað frábærum sóknarleik.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »