Leeds hélt hreinu í sigurleik

Brasilíumaðurinn Raphinha sá ástæðu til að fletta sig klæðum eftir …
Brasilíumaðurinn Raphinha sá ástæðu til að fletta sig klæðum eftir að hann skoraði þriðja markið í kvöld. AFP

Leeds United fór nokkuð létt með Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og sigraði 3:0 á Elland Road en reyndar var staðan 0:0 að loknum fyrri hálfleik. 

Patrick Bamford skoraði fyrsta markið á 47. mínútu og Stuart Dallas bætti við öðru marki þegar tólf mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Raphinha setti punktinn yfir i-ið á 84. mínútu þegar hann skoraði þriðja markið. 

Leeds er í 10. sæti deildarinnar með 35 stig eftir tuttugu og fimm leiki en Southampton er í 14. sæti með 30 stig. Mikið fjör hefur verið í mörgum leikjum Leeds á tímabilinu en liðið hefur skorað 43 mörk og fengið á sig 43. 

mbl.is