Nigel Pearson, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke City, var í gærkvöldi ráðinn knattspyrnustjóri Bristol City.
Bristol City leikur í b-deildinni og er liðið í 15. sæti en liðið hefur tapað sjö leikjum í röð.
Pearson er 57 ára og hefur á ferli sínum sem knattspyrnustjóri stýrt Leicester City, Southampton, Derby County og Watford svo dæmi séu tekin. Hann hefur verið atvinnulaus á þessu keppnistímabili þar til nú.