Jákvæðar fréttir úr herbúðum Liverpool

Diogo Jota var einn besti leikmaður Liverpool áður en hann …
Diogo Jota var einn besti leikmaður Liverpool áður en hann meiddist. AFP

Diogo Jota, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur hafið æfingar á nýjan leik.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Jota lék síðast með Liverpool hinn 9. desember síðastliðinn í 1:1-jafntefli gegn Midtjylland í Danmörku í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Jota, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Wolves síðasta sumar 41 milljón punda en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.

Sóknarmaðurinn var einn besti leikmaður liðsins, áður en hann meiddist, en hann hefur skorað níu mörk í sautján leikjum með Liverpool í öllum keppnum á tímabilinu.

Liverpool hefur ekki gengið vel í fjarveru Jota en liðið er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig, 5 stigum frá Meistaradeildarsæti.

mbl.is