Ósáttur í herbúðum United

Dean Henderson hefur verið í aukahlutverki með Manchester United á …
Dean Henderson hefur verið í aukahlutverki með Manchester United á tímabilinu. AFP

Dean Henderson, markvörður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er ósáttur í herbúðum félagsins. 

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Henderson hefur aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Alls hefur hann komið við sögu í tólf leikjum með United á leiktíðinni en hann er 23 ára.

Henderson eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Sheffield United þar sem hann lék 36 leiki með liðinu en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, var ekki tilbúinn að hleypa honum aftur til annars félags að láni fyrir tímabilið.

David de Gea er aðalmarkvörður United en Henderson lék sinn fyrsta landsleik í fyrra fyrir Englandi.

Sky Sports greinir frá því að markvörðurinn muni fara fram á sölu frá félaginu í sumar ef staða hans innan félagsins breytist ekki á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert