Spánverjinn ekki meira með

Oriol Romeu verður ekki meira með á leiktíðinni.
Oriol Romeu verður ekki meira með á leiktíðinni. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Oriol Romeu leikur ekki meira með Southampton á leiktíðinni vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Leeds á þriðjudaginn var.

Romeu fór meiddur af velli í seinni hálfleik í leiknum sem Southampton tapaði 0:3. Ralph Hassenhuttl knattspyrnustjóri Southampton staðfesti á blaðamannafundi í dag að Romeu væri ökklabrotinn.

„Tímabilið er búið hjá Oriol Romeu. Hann fer í aðgerð á mánudaginn og verður frá í að minnsta þrjá mánuði. Ökklinn á honum brotnaði,“ sagði austurríski stjórinn.

Southampton er í miklum meiðslavandræðum því Takumi Minamino, Kyle Walker-Peters, Theo Walcott, Ibrahima Diallo, Michael Obafemi og William Smallbone eru allir meiddir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert