Guardiola dreymir um að vera eins og Moyes

David Moyes og Pep Guardiola mætast í dag.
David Moyes og Pep Guardiola mætast í dag. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur hrósað kollega sínum David Moyes í hástert áður en lið þeirra mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Manchester City er á toppi deildarinnar en West Ham hefur komið nokkuð á óvart. Situr í 4. sæti eftir 25 leiki og er meðal annars fimm stigum á undan Englandsmeisturum Liverpool. Guardiola, sem er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma, segist dreyma um að feta í fótspor hins skoska kollega síns.

„Ég dáist að svona persónum, David Moyes og Roy Hodgson, menn sem eiga ótrúlega langan og farsælan feril,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum fyrir leikinn. „Hann er reyndur og ég læt mig dreyma um að komast á þann stað að geta verið svona rólegur, hann lifir eins og búddisti; hvort sem það gengur vel eða illa þá er hann rólegur.“

mbl.is