Newcastle nálægt dýrmætum sigri

Newcastle og Wolves gerðu jafntefli í lokaleik dagsins í ensku …
Newcastle og Wolves gerðu jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Newcastle og Wolves skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Newcastle í kvöld. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 

Varnarmaðurinn Jamal Lascelles kom Newcastle yfir á 52. mínútu, en 20 mínútum síðar jafnaði Rúben Neves og þar við sat. 

Newcastle er enn í 17. sæti, nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Wolves er í 12. sæti með 34 stig, en liðið hefur leikið fimm leiki í röð í deildinni án ósigurs. 

mbl.is