Rúnar að glíma við hnémeiðsli

Rúnar Alex Rúnarsson er meiddur.
Rúnar Alex Rúnarsson er meiddur. AFP

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson meiddist á hné á æfingu með enska knattspyrnuliðinu Arsenal á dögunum og er frá keppni vegna þessa. 

Ekki er víst hve alvarleg meiðslin eru og hve lengi Rúnar verður frá keppni en samkvæmt frétt á heimasíðu félagsins verða meiðslin greind frekar. 

Liðsfélagi hans Rob Holding hefur jafnað sig á höfuðmeiðslum og verður klár í slaginn gegn Leicester á morgun. 

mbl.is