Sigurmark Villa kom snemma í Leeds

Anwar El Ghazi skorar sigurmarkið.
Anwar El Ghazi skorar sigurmarkið. AFP

Aston Villa vann í kvöld 1:0-sigur á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Anwar El Ghazi skoraði sigurmarkið strax á fimmtu mínútu. 

Leeds gekk illa að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu og að lokum skoraði El Ghazi af stuttu færi eftir sendingu frá Ollie Watkins. 

Leeds var miklu meira með boltann, eða 70 prósent, en gekk illa að skapa sér mjög góð færi gegn sterkri vörn gestanna þar sem Tyrone Mings átti stórleik.

Aston Villa er í áttunda sæti með 39 stig og Leeds í tíunda sæti með 35 stig.  

mbl.is