Sýnt beint frá The Hawthorns á mbl.is

Leikmenn West Bromwich hafa verið í erfiðri baráttu á botninum …
Leikmenn West Bromwich hafa verið í erfiðri baráttu á botninum í allan vetur. AFP

West Bromwich Albion og Brighton mætast í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á The Hawthorns í West Bromwich klukkan 15 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn.

Þetta er algjör lykilleikur fyrir WBA sem er næstneðst í deildinni með 14 stig og verður að vinna til að eiga raunhæfa möguleika á að forða sér frá falli. Liðið er ellefu stigum frá því að komast úr fallsæti og tólf stigum á eftir Brighton sem er í 16. sæti deildarinnar.

mbl.is