Mörkin: Willian lagði upp tvö

Brasilíski vængmaðurinn Willian minnti á sig þegar hann lagði upp tvö mörk í góðum 3:1 endurkomusigri Arsenal gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Willian hefur átt dapurt tímabil en lagði upp jöfnunarmark liðsins í dag fyrir landa sinn David Luiz og einnig þriðja og síðasta mark Arsenal.

Youri Tielemans hafði komið Leicester yfir snemma leiks en Skytturnar brugðust vel við og sneru taflinu við.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is