Markið: Góð sending frá Gylfa (myndskeið)

Everton er komið að hlið Liverpool í sjötta til sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigurinn á Southampton í kvöld og hér í myndskeiðinu má sjá hvernig Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp markið fyrir Richarlison.

Markið kom strax á 9. mínútu og reyndist duga Everton til að vinna leikinn 1:0.

mbl.is