Dæmir ekki eftir umdeilt atvik

Leikmenn Brighton voru allt annað en sáttir við Lee Mason.
Leikmenn Brighton voru allt annað en sáttir við Lee Mason. AFP

Knattspyrnudómarinn Lee Mason mun ekki dæma leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um næstu helgi vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik West Brom og Brighton á laugardaginn var.

Mason var harðlega gagnrýndur fyrir að dæma af mark sem Lewis Dunk skoraði í leiknum sem West Brom vann 1:0. Dunk skoraði beint úr aukaspyrnu en markið fékk ekki að standa þar sem Mason taldi að hann hefði ekki blásið í flautu sína.

Dunk ræddi við fjölmiðla eftir leik og sagði ákvörðunina skömmustulega og skelfilega. Samkvæmt yfirlýsingu frá ensku úrvalsdeildinni hefur fjarvera Mason um næstu helgi ekkert með atvikið umdeilda að gera. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert