Robertson við Tómas: Var tilfinningaríkur

„Ég er ótrúlega sáttur hjá þessu félagi. Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma en ég myndi ekki skipta þessu fyrir neitt. Það er mikill heiður að vera hjá Liverpool,“ sagði Andy Robertson, bakvörður Liverpool, í samtali við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport.

Robertson er fyrirliði skoska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM í sumar með sigri á Serbíu í umspili, en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

„Ég mun seint gleyma þessu kvöldi. Að fara á erfiðan útivöll í Serbíu og vinna í vítakeppni. Þetta var risastórt kvöld fyrir þjóðina. Ég var líka fyrirliði og var tilfinningaríkur,“ sagði Robertson.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.   

mbl.is