Hefur trú á Liverpool í stórleiknum (myndskeið)

Tim Sherwood, fyrrverandi leikmaður Tottenham, Blackburn og enska landsliðsins, hefur trú á Liverpool gegn Chelsea er liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Liverpool vann sinn fyrsta sigur eftir fjögur töp í röð er liðið hafði betur gegn botnliði Sheffield United á útivelli í síðustu umferð. Englandsmeistararnir eru í sjötta sæti með 43 stig.

Chelsea er í fimmta sæti með stigi meira en liðið hefur spilað vel eftir að Thomas Tuchel tók við af Frank Lampard sem knattspyrnustjóri.

Innslag með Tim Sherwood má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is