Mörkin: Refsað fyrir slæm mistök

Matej Vydra kom Burnley yfir gegn Leicester strax á 4. mínútu þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Hamza Choudhury átti þá slæma sendingu til baka sem Vydra komst inn í og hann kláraði færið vel fram hjá Kasper Schmeichel í marki Leicester.

Kelechi Iheanacho jafnaði hins vegar metin fyrir Leicester á 34. mínútu og þar við sat.

Leikur Burnley og Leicester var sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is