De Gea í mánaðarleyfi?

David de Gea verður ekki með Manchester United næstu vikurnar …
David de Gea verður ekki með Manchester United næstu vikurnar samkvæmt enskum fjölmiðlum. AFP

David de Gea, markvörður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er kominn í mánaðarleyfi.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu, en samkvæmt miðlinum er De Gea farinn heim til Spánar þar sem unnusta hans, Edurne Garcia, er búsett en hún á von á þeirra fyrsta barni á næstu dögum.

De Gea var ekki með United í markalausu jafntefli liðsins gegn Crystal Palace á Selhurst Park í London í gær af persónulegum ástæðum. Dean Henderson stóð á milli stanganna hjá United í leiknum og stóð sig vel.

Samkvæmt enska miðlinum hefur Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, gefið De Gea mánuð í frí svo hann geti notið þess að vera með unnustu sinni og nýfæddu barni þeirra.

Hann mun því missa af næstu sex leikjum liðsins, gegn Manchester City, West Ham, Leicester og Brighton.

Þá mun hann einnig missa af leikjunum gegn AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar, 11. og 18. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert